Birti ferilskrá mistakanna

Johannes Haushofer birti ítarlega ferilskrá um mistök sín og vonbrigði.
Johannes Haushofer birti ítarlega ferilskrá um mistök sín og vonbrigði. Skjáskot

Prófessor við Princeton háskóla hefur birt ferilskrá mistaka sinna á á Twitter. Hann segist gera þetta til að „jafna metin“. og hvetur aðra til að horfast í augu við mistök sín og vonbrigði.

Johannes Haushofer, er aðstoðarprófessor í sálfræði og almannatengslum. Hann birti óvenjulega ferilskrá á Twitter í vikunni og hefur hún vakið  mikla athygli. Á henni má m.a. finna námskeið sem hann fór aldrei á, rannsóknarstyrki sem hann sótti um en fékk ekki og vísindagreinar sem hann fékk ekki birtar. Einnig segir Haushofer frá stöðum sem hann sóttist eftir en fékk ekki og viðurkenningum sem hann ekki fékk.

Haushofer skrifaði ferilskránna óvenjulegu til að setja hlutina í samhengi eins og hann orðar það sjálfur.

„Flest af því sem ég reyni mistekst, en þessi mistök eru ekki öllum ljós en þegar manni vegnar vel sjá það allir,“ skrifar hann. „Ég hef tekið eftir því að stundum finnst öðrum að flest gangi upp hjá mér. Þar af leiðandi eru þeir gjarnari á að taka sín eigin mistök nærri sér og halda þeim fyrir sig í staðinn fyrir að gera sér grein fyrir að heimurinn tilviljanakenndur og valnefndir og meðmælendur eiga sína slæmu daga.“

Margir hafa tekið undir orð Haushofer og tekið áskorun hans um að birta einnig sínar ferilskrár mistaka.

Mamma hans hafði þó annað um málið að segja. Haushofer skrifar á Twitter að hún hafi haft meiri áhyggjur af því að nú fengi hann boð um viðtöl og myndi mæta í götóttri peysu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert