Bandarískt skemmtiferðaskip til Kúbu

Kúbverjar tóku vel á móti skipinu þegar það lagðist í …
Kúbverjar tóku vel á móti skipinu þegar það lagðist í höfn í Havana í dag. AFP

Fyrsta bandaríska skemmtiferðaskipið til að leggja leið sína til Kúbu í hálfa öld lagðist að bryggju í höfuðborginni Havana í dag.

AFP

Atburðurinn ber merki um bætt samskipti Bandaríkjamanna og Kúbu.

Þessi kona veifaði bandaríska fánanum við komu skipsins.
Þessi kona veifaði bandaríska fánanum við komu skipsins. AFP

Hópur fólks veifaði kúbverskum fánum og myndaði skipið, sem heitir Adonia, er það sigldi inn í höfnina eftir að hafa lagt af stað frá Miami í Bandaríkjunum á sunnudaginn með um 700 farþega um borð.

Barack Obama varð í mars síðastliðnum fyrsti forseti Bandaríkjanna í 88 ár til að heimsækja Kúbu. 

Frétt mbl.is: Söguleg heimsókn Obama til Kúbu

Í sama mánuði spiluðu rokkararnir í The Rolling Stones í fyrsta skipti á Kúbu. 

Frétt mbl.is: Verður Kúba aldrei söm?

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert