Fundu fjársjóð á botni Miðjarðarhafsins

Ísraelskir kafarar fundu nýverið merkan fjársjóð á botni Miðjarðarhafsins. Fjársjóðurinn fannst um borð í flaki flutningaskips sem sakk við forna höfn við hafið fyrir um 1.600 árum.

Meðal þess sem fannst í flakinu voru sjaldgæfar bronsstyttur og þúsundir smápeninga.

Fjársjóðurinn er nú til sýnis á safni í Ísrael.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert