Staðfestu dauða Mansour

Mullah Akhtar Mansour
Mullah Akhtar Mansour AFP

Afganar hafa nú staðfest að Mullah Akhtar Mansour, leiðtogi talibana í Afganistan, hafi látið lífið í drónaárás Bandaríkjahers í gær. Dróninn skaut á bifreið sem Mansour var farþegi í í suðvesturhluta Pakistan, nálægt landamærum Afganistan.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, sagði að Mansour hefði verið ógn gegn Bandaríkjamönnum á svæðinu.

Mansour varð leiðtogi talibana í júlí 2015 og tók þá við af Mullah Mohammad Omar sem féll árið 2013.

Leynilögregla Afganistan staðfesti það í dag að Mansour hafi látið lífið. Þetta er fyrsta opinbera staðfestingin en í gær töldu bandarísk stjórnvöld það „mögulegt“ að Mansour væri allur.

Fyrri frétt mbl.is: Leiðtogi talibana mögulega allur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert