Aflétta vopnasölubanni á Víetnam

Barack Obama á fréttamannafundi í Hanoi í dag.
Barack Obama á fréttamannafundi í Hanoi í dag. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að ríkisstjórn hans ætlaði að aflétta að fullu vopnasölubanni sem verið hefur við lýði um áratugaskeið. Forsetinn sagði að löndin tvö hafi þróað með sér traust og samvinnu. Báðar þjóðir þyrsti í nánara samband.

Víetnömsk stjórnvöld hafa lengi barist fyrir því að fá banninu aflétt en því var aflétt að hluta til árið 2014. Obama er nú í opinberri heimsókn í kommúnistalandinu. Með því að aflétta vopnasölubanninu sagði Obama að hann væri að fjarlæga leifar kalda stríðsins sem enn væru til staðar.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert