Árbakki í Flórens hrundi

Slökkviliðsmenn telja að vatnspípa gæti hafi farið í sundur og …
Slökkviliðsmenn telja að vatnspípa gæti hafi farið í sundur og valdið því að bakkinn hrundi. AFP

Engan sakaði þegar tvö hundruð metra langur hluti af bakkanum sem liggur með Arno-ánni í sögufrægu borginni Flórens á Ítalíu hrundi í morgun. Kaflinn sem hrundi er aðeins nokkrum metrum frá hinni heimsfrægu brú Ponte Vecchio.

Miklar skemmdir urðu á bakkanum og nokkrir bílar enduðu á kafi að hluta til. Kaflinn sem hrundi er á milli Ponte Vecchio og annarrar brúar, Ponte alle Grazie. Ponte Vecchio er frá 14. öld.

Talið er að vatnslögn hafi gefið sig og valdið hruninu. Umferð um götuna sem lá eftir bakkanum hefur verið stöðvuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert