Hinn grunaði 25 ára gamall

Maðurinn hafði mikið magn sprengiefnis í fórum sínum.
Maðurinn hafði mikið magn sprengiefnis í fórum sínum. AFP

Karlmaðurinn sem var handtekinn í Úkraínu 21. maí síðastliðinn, grunaður um að hafa verið að skipuleggja árásir á Evrópumótinu í knattspyrnu sem hefst síðar í þessari viku, er 25 ára gamall. Hann er sagður vera hægrisinnaður öfgamaður og hafði komið sér upp stóru vopnabúri.

Maðurinn er sagður hafa ætlað að gera árásir á nokkrum stöðum í heimalandi sínu, að því er AFP-fréttaveitan hefur eftir úkraínskum öryggissveitum. Vasyl Gryt­sak, yf­ir­maður SBU, sagði að maður­inn hefði haft í hyggju að láta til skar­ar skríða í  mosku, sam­komu­húsi gyðinga, bygg­ingu sem hýsti skatta­yf­ir­völd, gegn lög­reglu­sveit­um og á fleiri stöðum.

Er talið að hann hafi ætlað að gera árásirnar rétt fyrir mótið og á meðan á því stendur. Maðurinn er sagður hafa látið í ljós „neikvæð viðhorf“ gagnvart nálgun franskra stjórnvalda í garð hælisleitanda þar í landi, útbreiðslu íslamskrar trúar og hnattvæðingar.

Þegar maðurinn var handtekinn var hann á leið frá Úkraínu til Póllands. Lögregla hóf eftirgrennslan með manninum í desember á síðasta ári.

Frétt mbl.is: Komst yfir 125 kíló af TNT fyrir EM

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert