Líklega verkfall hjá flugmönnum SAS

Johan Nilsson / SCANPIX

Líklegt þykir að til verkfalls komi hjá flugmönnum skandinavíska flugfélagsins SAS í Svíþjóð síðar í dag og munu um 350 flugmenn leggja niður störf. Verkfallsaðgerðirnar hefjast kl. 18 að sænskum tíma. 

Samkvæmt frétt Dagens Nyheder hafa kjaraviðræðurnar staðið yfir í tæpan mánuð en án árangurs. Verkfallið mun hafa áhrif á ferðir innanlands og í Evrópu. Talið er að verkfallið muni hafa áhrif á ferðir um 3.500 farþega. 

Félag sænskra atvinnuflugmanna hafnaði í gærkvöldi tilboði sáttasemjara í viðræðunni. Félagið vill 3,5% hækkun launa og að sama launakerfi gildi fyrir nýráðna flugmenn og þá sem hafa starfað í lengri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert