Ástarsamband kengúru og svíns

Skjáskot/NT News

Kengúra og svín í norðurhluta Ástralíu eiga í heldur nánara sambandi en dýr af mismunandi tegundum mynda allajafna. Þau sækjast eftir því að vera nálægt hvort öðru, faðmast og af og til stekkur kengúran upp á bakið á svíninu líkt og þau séu að stunda kynmök.

Eigandi dýranna segir í samtali við BBC að dýrin tvö verji miklum tíma saman og „hafi verið ástfangin í dálítinn tíma“. Hann segir að ferðamenn sem eigi leið hjá verði afar hissa þegar þeir sjá hversu náin dýrin eru.

Einnig er greint frá málinu á ástralska fréttamiðlinum NT News. Þar segir að kengúran eigi þó til að horfa til annarra dýra og segist eigandinn hissa á að hún skuli ekki enn hafa reynt að slá sér upp með gæsunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert