Tólf handteknir í Belgíu

Lögreglan í Brussel.
Lögreglan í Brussel. AFP

Lögreglan í Belgíu hefur handtekið tólf manns í umfangsmiklum lögregluaðgerðum. Er fólkið grunað um að skipuleggja hryðjuverkaárásir, að sögn saksóknara.

Alls yfirheyrði lögreglan um fjörutíu manns, en handtók tólf þeirra að loknum yfirheyrslum.

Leitað var í sextán bæjarfélögum, þá fyrst og fremst í nágrenni við Brussel, höfuðborg Belgíu, og 152 bílskúrum.

Þrjátíu og tveir létu lífið í sprengjuárásum í Brussel 22. mars síðastliðinn.

Engin vopn eða sprengiefni fundust við leitina, að sögn saksóknara. Leitin gekk annars snurðulaust fyrir sig. Leitað var í húsum, portum og bílskúrum.

Meðal annars var leitað í Molenbeek-hverfinu í höfuðborginni.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert