Fá fría túrtappa í New York

Túrtappar og dömubindi eru nauðsynjavara, ekki lúxus, segir borgarstjóri New …
Túrtappar og dömubindi eru nauðsynjavara, ekki lúxus, segir borgarstjóri New York í Bandaríkjunum.

Ung stúlka ætti ekki að þurfa að segja kennara sínum frá, vera síðan send til skólahjúkrunarfræðingsins þar sem hún fær dömubindi áður en hún fer á salernið á meðan drengur er þegar að taka próf í skólastofunni.

Þetta segir Julissa Ferrares-Copeland, borgarfulltrúi í New York í Bandaríkjunum. Ákveðið hefur verið að dömubindi og túrtappar verði í boði fyrir nemendur í skólum borgarinnar og þá sem dvelja í fangelsum og í skýlum fyrir heimilislausa. Áhersla verður lögð á að hafa vörurnar aðgengilegar fyrir stúlkurnar og konurnar, þ.e. á salernum svo þær þurfi ekki að biðja um þær. 

Ákvörðunin var tekin af bæjarráði New York á þriðjudag en Bill de Blasio, borgarstjóri borgarinnar, á eftir að samþykkja hana. Í frétt BBC kemur fram að hann sé styðji ákvörðunina „Þar sem túrtappar og dömubindi eru ekki lúxusvara, heldur nauðsynjavara.“

Borgarstjórinn greindi frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni og hafa viðbrögðin að mestu leyti verið jákvæð.  Ein kona segist vita hvernig það er að vera stúlka og hafa ekki efni á þessum nauðsynjavörum. „Það er vandræðalegt og niðurlægjandi,“ segir hún og bætir við að hún hafi misst úr skóla vegna þessa.

Færsla borgarstjórans:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert