Talin hafa verið myrt

Ljósmynd/Norden.org

Sænska lögreglan hóf í dag morðrannsókn í kjölfar þess að ung kona fannst látin í miðstöð fyrir hælisleitendur í sveitarfélaginu Maríönnulundi í suðausturhluta Svíþjóðar.

Konan, sem var 25 ára gömul, fannst látin í herbergi í miðstöðinni en lögreglan telur vísbendingar á staðnum benda til þess að hún hafi verið myrt. Ekki kemur fram í frétt AFP hvort um starfsmann miðstöðvarinnar var að ræða eða hælisleitanda. Lögreglan hefur handtekið einstakling vegna málsins og vitni hafa verið yfirheyrð. 

Einungis fimm mánuðir eru frá því að starfsmaður miðstöðvar fyrir hælisleitendur í sveitarfélaginu Molndal á vesturströnd landsins var stunginn til bana að því er talið er af ungum hælisleitanda samkvæmt fréttinni. Réttarhöld í því máli hófust fyrr í þessum mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka