Ættu að virða ákvörðun Breta

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands.
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands. AFP

Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í dag að ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið væri sorgleg, en samt sem áður ætti að virða hana.

Evrópusambandsríkin þyrftu að komast að samkomulagi um hvernig þau ætluðu að haga framtíðartengslum sínum við Bretland.

„Við ættum að virða ákvörðun Breta,“ sagði Steinmeier á blaðamannafundi í Yerevan, höfuðborg Armeníu, fyrr í dag.

Á sama tíma funduðu leiðtogar Evrópusambandsríkjanna með ráðamönnum í Brussel, höfuðborg Belgíu. Sögðu leiðtogarnir að Bretar gætu ekki fengið aðgang að innri markaði Evrópusambandsins nema þeir leyfðu frjálst flæði fólks yfir landamæri sín. Ekki væri hægt að gera neinar undantekningar á því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert