Bandarísk hótelkeðja á Kúbu

The Four Points by Sheraton-hótelið í Havana á Kúbu.
The Four Points by Sheraton-hótelið í Havana á Kúbu. AFP

Rekstur lúxushótels í Havana, höfuðborg Kúbu, hefur nú verið tekinn yfir af Starwood Hotels sem er þar með fyrsta bandaríska hótelkeðjan til að starfa á eyjunni frá byltingunni fyrir rúmri hálfri öld. Opnun hótelsins er talin merki um að samskipti Kúbu og Bandaríkjanna séu að færast í eðlilegra horf.

Hótelið er í Miramar-hverfi Havana og hét áður Quinta Avenida-hótelið. Það hefur nú verið nefnt Cuba Four Points by Sheraton en það er í eigu kúbverska hersins. Bandaríska keðjan mun sjá um að reka það.

Starwood rekur meira en 1.300 eignir í um hundrað löndum víða um heim, þar á meðal hótel undir merkjum Meridien, W, Westin og Sheraton. Fyrirtækið opnar brátt annað hótel á Kúbu, hið sögufræga Inglaterra sem var fyrst opnað árið 1875.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert