Áfall fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra á Indlandi

Baráttufólk fyrir réttindum LGBT í Nýju-Delí á Indlandi í vikunni.
Baráttufólk fyrir réttindum LGBT í Nýju-Delí á Indlandi í vikunni. AFP

Hæstiréttur Indlands hefur neitað að taka efnislega til meðferðar kæru þess efnis að lög sem banni kynlíf á milli tveggja einstaklinga af sama kyni standist ekki stjórnarskrána.

Neitun hæstaréttar landsins er mikið áfall fyrir baráttumenn fyrir réttindum samkynhneigðra í landinu en fjöldi fólks hafði skrifað undir kæruna og hvatt hæstarétt til að taka hana til meðferðar. Hæstiréttur telur að kæran verði að beinast til dómsmálaráðherra landsins. 

Telja kærendur að 377. gr. indverskra hegningarlaga standist ekki stjórnarskrá landsins. Greinin bannar kynlíf „gegn gangi náttúrunnar,“ eftir því sem kemur fram í frétt The Guardian.

Dómsmálaráðherra hefur þegar tekið á móti kæru svipaðs efnis þar sem hann er hvattur til að afnema þessa grein í lögunum. 

Bann gegn kynlífi tveggja einstaklinga af sama kyni var lögleitt árið 2013 eftir að slíkt hafði verið löglegt í fjögur ár þar á undan. Baráttuhópar samkynhneigðra fögnuðu sigri árið 2009 og bötnuðu aðstæður samkynhneigðra þar í landi á næstu fjórum árum áður en íhaldssöm öfl í landinu slógu tilbaka árið 2013. 

Bannið gegn 377. greininni getur varðað 10 ára fangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert