Björn drap hjólreiðamann

Grábjörn. Mynd úr safni.
Grábjörn. Mynd úr safni.

Lögreglan í Montana í Bandaríkjunum segir að grábjörn hafi ráðist á og drepið hjólreiðamann við Glacier-þjóðgarðinn í gær. Leit stendur yfir að birninum en hún hefur enn sem komið er ekki borið árangur. Árásir bjarna eru fátíðar á svæðinu.

Hjólreiðamaðurinn var 38 ára gamall karlmaður sem vann fyrir skógarþjónustu Bandaríkjanna. Lögreglumenn segja að björninn hafi ráðist að manninum og öðrum hjólreiðamanni eftir að þeir röskuðu ró hans. Björninn felldi manninn sem lést en hinn fór eftir hjálp.

Tíu manns hafa látist í árásum bjarna frá því að þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1910.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert