Prinsinn fór í þyrlu og þotu

Georg prins upplifði draum margra ungra barna í morgun þegar hann fékk að sitja í flugstjórnarklefa þotu. Faðir hans, Vilhjálmur prins, hjálpaði syni sínum, sem verður þriggja ára í mánuðinum, um borð í Hawk-þotuna sem er í eigu listflugsveitar breska flughersins, Rauðu örvanna.

AFP

Prinsinn ungi var með bláar eyrnahlífar og fékk hann einnig að sitja í Squirrel-þyrlu með foreldrum sínum, Vilhjálmi og Katrínu. Þyrlan er sú sama og faðir hans æfði sig á sem flugmaður fyrir sjö árum.

Hertogahjónin Vilhjálmur og Katrín með prinsinum unga, Georg. Hann fagnar …
Hertogahjónin Vilhjálmur og Katrín með prinsinum unga, Georg. Hann fagnar þriggja ára afmæli í júlí. AFP

„Eins og við mátti búast var prins Georg örlítið skelkaður vegna hávaðans í þyrlunni,” sagði Jim Hobkirk, liðsforingi hjá flughernum. Hann sagði prinsinn hafa verið áhugasaman um þyrluspaðann.

Þetta er í fyrsta skipti sem Georg prins fer með foreldrum sínum í opinbera konunglega heimsókn á Bretlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert