Hrapaði til bana í Miklagljúfri

Myndin sem Burns birti daginn áður en hún lést.
Myndin sem Burns birti daginn áður en hún lést. Skjáskot af Instagram

Markaðsstjóri hjá bandaríska fyrirtækinu Yelp lést á föstudaginn þegar hún féll fram af bjargi við Miklagljúfur (e. Grand Canyon). Colleen Burns var á fjallgöngu í gljúfrinu þegar hún féll niður um 120 metra. 

Samkvæmt frétt CNN hafði Burns starfað hjá Yelp í hinum ýmsu stöðum frá árinu 2009.

Þegar hún lést var hún markaðsstjóri fyrirtækisins í Suðaustur-Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá Yelp kemur fram að Burns hafi hjálpað til við að koma Yelp á laggirnar í Orlando í Flórída og að dauði hennar væri „mikið áfall fyrir fyrirtækið, samfélögin sem hún studdi og þá fjölmörgu vini sem hún eignaðist við að gera það sem hún elskaði. Við erum miður okkar en á sama tíma þakklát fyrir að líf okkar hafi verið mótuð af eldmóði hennar og lífsgleði.“

Burns var ásamt vinkonu sinni, Jessica Roman, þegar hún féll í gljúfrinu. Sagði Roman í samtali við fréttastöð í Orlando að Burns hafi verið að færa sig til þess að annar fjallgöngumaður kæmist fram hjá henni og náði þá einhvern veginn að detta um sína eigin fætur og féll aftur fyrir sig.

Burns birti þessa mynd á Instagram daginn áður en hún lést þar sem hún situr og nýtur útsýnisins í Miklagljúfri.

That view tho 😍👌🏼

A photo posted by Colleen Burns (@colleenburns) on Jul 7, 2016 at 9:48pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert