Árásarmaðurinn var 17 ára hælisleitandi

Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. AFP

Árásarmaður sem réðst með öxi og hníf að farþegum um borð í lest við Würzburg, Þýskalandi, var 17 ára unglingur frá Afganistan. Þessu greindi innanríkisráðherra Bæjaralands frá í yfirlýsingu til fjölmiðla.

Frétt mbl.is: Réðst að farþegum með öxi

Fyrstu fréttir gáfu til kynna að 20 hefðu særst í árásinni. Spiegel segir aftur á móti að þrír hafi særst alvarlega, einn hafi særst nokkuð og 14 aðrir sem voru um borð í lestinni hafi fengið mikið áfall.

Joachim Herrmann, innanríkisráðherra Bæjaralands, sagði lestina hafa verið stöðvaða í Heidingsfeld þar sem árásarmanninum tókst að flýja. Sérsveit lögreglumanna sem var fyrir tilviljun í grenndinni var send á svæðið og skutu þeir drenginn, sem hafði tekið vopn sín með sér á flóttanum, til bana.

Samkvæmt Herrmann er árásarmaðurinn hælisleitandi frá Afganistan sem bjó í Ochsenfurt. Fyrstu rannsóknir benda til þess að drengurinn hafi komið einn í hópi annarra barna undir lögaldri til Þýskalands. Engar upplýsingar liggja fyrir um ástæður árásarinnar. Inntur eftir því hvort um árás  öfgafullra íslamista kunni að vera að ræða sagði Herrmann að drengurinn sé sagður hafa gefið frá sér „upphrópun“. Aftur á móti sé ekkert sannreynt í þeim efnum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert