Talið sýna skotárásina

Lögregla í neðanjarðarlestarstöð við Karlsplatz.
Lögregla í neðanjarðarlestarstöð við Karlsplatz. AFP

Myndband gengur nú á Twitter sem virðist sýna árásarmann í München skjóta á vegfarendur utan við McDonald's.

Frétt mbl.is: Árásarmennirnir ganga lausir

Ekki hefur verið staðfest hvort raunverulega sé um myndband frá atburðum dagsins í borginni að ræða en erlendir miðlar á við BBC og CNN hafa birt það með fyrirvara um óvissu um uppruna. Talsmenn lögreglu hafa þó staðfest að árásin hafi hafist á skyndibitastað við verslunarmiðstöðina, líklega McDonald's.

Lögregla segir þrjá árásarmenn hafa skotið á fólk í verslunarmiðstöðinni Olympiu. Í það minnsta sex eru látnir en enn er óljóst hversu margir eru látnir eða særðir í heildina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert