Hótaði Þjóðverjum hefndum

Wikipedia

Myndbönd tengd íslamistum hafa fundist á farsímum og fartölvu í eigu 27 ára gamals sýrlensks hælisleitanda sem sprengdi sig í loft upp í gærkvöldi í borginni Ansbach í Þýskalandi með þeim afleiðingum að fimmtán manns særðust. Maðurinn kemur sjálfur fyrir í myndböndunum þar sem hann lýsir yfir hollustu sinni við leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams.

Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að embættirmenn í Bæjaralandi hafi staðfest þetta. Haft er eftir Joachim Herrmann, innanríkisráðherra Bæjaralands, að tveir farsímar, fjölmörg minniskort og fartölva hafi fundist annars vegar á líki mannsins og hins vegar á dvalarstað hans. Maðurinn hafi enn fremur hótað hefndarárásum gegn Þjóðverjum í myndböndunum. Þá hafi sprengjan augljóslega verið hönnuð til að valda sem flestum dauðsföllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert