Mótmæla spillingarfrumvarpi

Mótmælendur eru ekki par hrifnir af frumvarpinu, sem felur í …
Mótmælendur eru ekki par hrifnir af frumvarpinu, sem felur í sér nokkurs konar náðun til handa þeim sem staðnir eru að spillingu. AFP

Hundruð Túnisa mótmæltu í höfuðborginni í dag vegna frumvarps sem er til umræðu í þinginu. Samkvæmt frumvarpinu yrðu þeir sem verða uppvísir að spillingu ekki ákærðir, heldur sektaðir og gert að skila þeim fjármunum sem þeir kunna að hafa stungið undan eða dregið sér.

Það var forsetinn Beji Caid Essebsi sem lagði frumvarpið fram á síðasta ári og var það umsvifalaust harðlega gagnrýnt og fordæmt. Efnt hefur verið til mótmæla í fjölda borga vegna frumvarpsins, sem er nú til umfjöllunar í þingnefnd.

Mótmælendur óttast að lögin muni ýta undir spillingu og hafna því að þeim sem verða uppvísir að spillingu sé sýnd linkind. Human Rights Watch er meðal samtaka sem hafa sett sig upp á móti frumvarpinu en þau segja það skref aftur á bak á vegferð Túnis í átt að lýðræði.

Forsetinn hefur hins vegar haldið því fram að lögin myndu verða til þess að afla fé í ríkiskassann.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert