Talibanar lýsa yfir ábyrgð

Pakistanskir lögmenn við sjúkrahúsið í Quetta í dag.
Pakistanskir lögmenn við sjúkrahúsið í Quetta í dag. AFP

Talibanar hafa lýst sprengjuárásinni á sjúkrahús í Quetta í Pakistan í morgun á hendur sér, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Frétt mbl.is: Sprengjutilræði á sjúkrahúsi í Pakistan

69 eru nú látnir eftir árásina og 120 særðir. Forsætisráðherra Pakistan, Nawaz Sharif og yfirmaður pakistanska hersins, Raheel Sharif, hafa gert sér ferð til Quetta, þar sem þeir munu ræða við yfirmenn öryggissveita.

Frétt mbl.is: Aðkoman skelfileg á sjúkrahúsinu

Forsætisráðherrann sagðist sorgmæddur yfir atburðinum og sagði engan komast upp með að spilla friði í Balochistan-héraði, þar sem Quetta er. Fólkið og öryggissveitir í héraðinu hefðu fært fórnir til landsins.

Fjöldi lögmanna og blaðamanna var á sjúkrahúsinu þegar árásin var gerð, þar sem forseti lög­manna­sam­tak­anna í Balochistan hafði verið fluttur þangað, eftir að hafa orðið fyrir skotárás á leið til vinnu í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert