Hertoginn af Westminster látinn

Hertoginn af Westminster.
Hertoginn af Westminster. Af vef Wikipedia

Milljarðamæringurinn og hertoginn af Westminster er látinn 64 ára að aldri. Gerald Cavendish Grosvenor lést á konunglega Preston-sjúkrahúsinu í Lancashire gær eftir skyndileg veikindi.

Samkvæmt fréttum BBC og Guardian var hann einn ríkasti landeigandinn í Bretlandi en eignir hans voru metnar á 10,8 milljarða Bandaríkjadala, sem svarar til 1.294 milljarða íslenskra króna, af Forbes tímaritinu. Það þýðir að hann var talinn þriðji ríkasti Bretinn og númer 68 í röðinni yfir ríkasta fólks heims.

Sonur hans, Hugh Grosvenor, er einn af guðfeðrum Georges prins. Fjölskylda hertogans biður um að þeim verði gefinn tími til að syrgja í næði. Búið er að tilkynna konungsfjölskyldunni um andlátið. Hún hefur sent fjölskyldu hertogans samúðaróskir við fráfalls góðs vinar konungsfjölskyldunnar.

Gerald Cavendish Grosvenor, átti margar gríðarlega verðmætar eignir í Lundúnum, þar á meðal í Mayfair- og Belgravia-hverfunum og lék stórt hlutverk á fasteignamarkaði borgarinnar. Fasteignafélag hans á einnig eignir víða í Skotlandi og á meginlandi Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert