Sprengjuhótanir gegn tveimur flugvélum SAS

Zaventem-flugvöllurinn í Brussel.
Zaventem-flugvöllurinn í Brussel. AFP

Flugfélaginu SAS bárust í dag sprengjuhótanir frá Belgíu sem beindust gegn tveimur vélum flugfélagsins sem voru á leið frá Ósló og Stokkhólmi. Vélarnar eru nú lentar og eru farþegar nú komnir í öruggar hendur samkvæmt upplýsingum frá SAS.

Greint er frá þessu í norskum fjölmiðlum. Neyðarstarfshópur belgískra yfirvalda greinir frá því samkvæmt fjölmiðlinum VTM að ekki hafi verið um „sérstaklega tilgreindar hótanir“ að ræða. Einnig barst sprengjuhótun gegn vél flugfélagsins Arabia Maroc. Þeirri vél var beint til Toulouse í Frakklandi þar sem hún lenti örugglega. 

Innanríkisráðherra Belgíu, Jan Jambon, segir hótanirnar vera það alvarlegar að nauðsynlegt sé að setja af stað neyðaráætlanir en að engin ástæða sé til þess að „panikka“.

22. mars á þessu ári lést fjöldi manns og fleiri særðust í hryðjuverkaárás á flugvellinum í Brussel í Belgíu. Flugvellinum var lokað og var flugumferð í staðinn beint til annarra flugvalla. 

Sjá frétt mbl.is: Einn látinn og nokkrir særðir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert