Trump mýkri í garð innflytjenda

Donald Trump, forsetaefni Repúblikana.
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana. AFP

Donald Trump virðist vera að draga í land með loforð sín um að flytja 11 milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi verði hann kjörinn forseti en hann reynir um þessar mundir að ná til kjósenda sem tilheyra minnihlutahópum.

Kellyanne Conway, nýr kosningastjóri Trumps, segir að hann muni á næstu vikum kynna stefnumál sín í innflytjendamálum. Spurð hvort búast megi við að sjá einhvers konar brottnáms-sveitir sem Trump hefur áður kynnt til sögunnar sagði Conway það enn óákveðið.

AFP

Trump hitti stuðningsmenn sína af spænskum ættum í gær í höfuðstöðvum sínum í Trump-Turninum í New York. Einhverjir þeirra sögðu í samtali við spænskumælandi sjónvarpsstöðina Univision að hann ætlaði að finna leið til að gera  milljónir ólöglegra innflytjenda löglega.

Sagði Trump það hvorki mannúðlegt né mögulegt að reka 11 milljónir manna úr landi og að tillögur sínar fælu í sér að fjölda þeirra yrði leyft að búa í Bandaríkjunum.

Þetta er mikil U-beygja frá fyrri hugmyndum Trumps sem fólu m.a. í sér að reisa risavegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó auk þess sem hann kallaði mexíkóska innflytjendur nauðgara og glæpamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert