Barn lést í sprengingu í Gautaborg

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. AFP

Átta ára gamall drengur lést þegar sprenging varð í fjölbýlishúsi í  Biskopsgården, úthverfi Gautaborgar, um þrjúleytið í nótt.

Sprengingin varð á þriðju hæð hússins og var töluverður fjöldi fólks í húsinu þegar hún varð. Drengurinn slasaðist alvarlega og lést af völdum áverkanna á sjúkrahúsi. Lögreglan segir að um morð hafi verið að ræða. Rannsókn málsins er á byrjunarstigi en Ulla Brehm, upplýsingafulltrúi lögreglunnar segir ákveðnar grunsemdir vera um hvað hafi gerst en ekki sé hægt að upplýsa um það að svo stöddu.

Gautaborgarpósturinn hefur eftir vitni að handsprengja hafi sprungið en það hefur ekki fengist staðfest af lögreglu.

Svd

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert