Konungleg skírn framundan

Alexander Svíaprins verður skírður föstudaginn 9. september. Drengurinn er sonur Karls Filippusar Svíaprins og Sofiu Svíaprinsessu. Athöfnin hefst kl. 12 að sænskum tíma.

Drengurinn verður skírður í kjól frá árinu 1906, en Gústaf Adolf Svíaprins var fyrsta barnið sem var skírt í honum. Karl Filippus og systur hans Viktoría og Madeleine voru báðar skírðar í kjólnum, sem og frændsystkini Alexanders, Estelle, Leonore, Nicolas og Oscar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert