Sjö handteknir í Frakklandi

Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands.
Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands. AFP

Franska lögreglan hefur handtekið sjö í þessum mánuði vegna tengsla þeirra við hryðjuverkasamtök. Þrjú þeirra voru að undirbúa hryðjuverkaárásir, segir innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve. 

Á fundi með blaðamönnum í morgun kom fram í máli Cazeneuve að á fyrstu sex mánuðum ársins voru jafnmargir handteknir í tengslum við hryðjuverk og allt árið í fyrra.

Sextán ára gömul stúlka var handtekin í úthverfi Parísar, Melun, 8. ágúst og er hún enn í haldi grunuð um að hafa verið að undirbúa hryðjuverkaárás. 

Frétt mbl.is: 16 ára undirbjó hryðjuverkaárás

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert