Hefði viljað halda eggjastokkunum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Fjarlægja þurfti eggjastokka tyrkneska transmannsins Serkan Yonuk áður en hann fékk að breyta skráningunu á kyni sínu í Tyrklandi. Sjálfur hefði hann viljað halda þeim en samkvæmt lögum í landinu þarf transfólk að gangast undir ófrjósemisaðgerð áður gengið er frá breytingunni í kerfinu.

Ljósmyndarinn Miguel Angel Sanchez og samstarfsmaður hans Nuria Teson ræddu við transfólk í Tyrklandi. Sagði Yonuk í samtali við þá að honum liði hræðilega vegna ófrjósemisaðgerðarinnar og það hefði alls ekki verið hans val að fara þessa leið.

Samkvæmt mannréttindahópnum Transgender Europe er Tyrkland eitt af tuttugu og fjórum löndum í Evrópu sem gera þessa kröfu til transfólks. Fjallað er um málið á CNN, en þar segir að þetta sé þó aðeins ein af mörgum hindrunum sem transfólk mæti í landinu. Frá janúar árið 2008 til apríl á þessu hefur fleira transfólk verið myrt í Tyrklandi en í öðrum löndum Evrópu, eða 43 einstaklingar.

Sanchez og Teson segja að margir þeirra sem þeir ræddu við hafi greint frá því að fjölskyldur þeirra hafi hafnað þeim. Sumir hafi leiðst út í vændi þar sem fáir vilji ráða transfólk. Þar mæti því miklir erfiðleikar og tekur Teson dæmi um transkonu sem rænt var af viðskiptavini hennar sem reyndi síðan að myrða hana. Henni var haldið í íbúð í nokkurn tíma og ítrekað nauðgað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert