Skilar orðunni í mótmælaskyni

AFP

Katrina Lantos Swett, dóttir fyrrverandi þingsmanns á Bandaríkjaþingi sem lifði af helförina, hefur skilað virtri viðurkenningu aftur til ungverska ríkisins í mótmælaskyni við þá ákvörðun ríkisins að verðlauna rithöfund sem er sakaður um gyðingahatur.

Faðir hennar, Tom Lantos, er fæddur í Ungverjalandi en Katrina Lantos Swett fékk viðurkenninguna fyrir störf sín fyrir minnihlutahópa.

Það að Ungverjar ætluðu að veita rithöfundinum Zsolt Bayer sömu viðurkenningu hefði flekkað orpspor heiðursriddarakrossins. Bayer ætti frekar skilið ávítur fyrir viðbjóðsleg skrif sín. 

Lantos Swett er ekki sú eina sem hefur skilað viðurkenningum sem ungverska ríkið hefur veitt þeim en alls eru þeir 100 talsins sem hafa skilað heiðursorðum vegna ákvörðunar um að heiðra Bayer.

Hún segist vonast til þess að þetta fái ríkisstjórn Ungverjalands til þess að hugsa sig tvisvar um áður en hún tengi sig við dálkahöfund dagblaðs sem líkir fjölda íbúa landsins, sem eru sígaunar, við dýr og segir að allir múslimar sem eru 14 ára og eldri séu efnilegir morðingjar. Eins hefur hann oft skrifað greinar fullar af andúð í garð gyðinga.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert