Fjórir látnir í lestarslysi á Spáni

Orsök slyssins eru óljós en einn vagn kastaðist af brautarteinunum …
Orsök slyssins eru óljós en einn vagn kastaðist af brautarteinunum og tveir að hluta til. AFP

Að minnsta kosti fjórir létust og 49 slösuðust þegar lest fór út af sporinu nálægt borginni O Porrino á norðvesturhluta Spánar í morgun.

Sjá frétt mbl.is: Mannskætt lestarslys á Spáni

Lestin var að koma frá bænum Vigo á Spáni og voru um 60 farþegar um borð. Lestarstjórinn er meðal þeirra látnu.

Lestarslys eru ekki ókunn á þessu svæði, í júlí 2013 varð eitt mannskæðasta lestarslys í sögu Spánar á svipuðu svæði, nálægt Santiago de Compostela, þegar 79 manns létu lífið og 170 slösuðust. Í því slysi tókst lestarstjóranum ekki að bremsa í tæka tíð fyrir beygju.  

Orsök slyssins eru óljós en einn vagn kastaðist af brautarteinunum og tveir að hluta til. El Pais greinir frá því að hluti lestarinnar rakst á brú í slysinu. Björgunaraðgerðir standa nú yfir á svæðinu og hafa þyrlur og sjúkrabílar aðstoðað við björgunarstörf.

Að sögn spænskra fjölmiðla eru fáir farþegar alvarlega slasaðir og gátu margir yfirgefið lestina fótgangandi frá slysstað.

Að sögn sjónarvotta byrjaði lestin skyndilega að sveigja frá einni hlið yfir á aðra á brautarteinunum.

„Það var eins og hún vildi ekki stoppa. Ég var sitjandi en féll á jörðina. Svo stoppaði lestin. Þetta gerðist allt mjög hratt,“ hefur BBC eftir einum sjónarvotti.

Slökkviliðsmaður á vettvangi lestarslyss nálægt spænska bænum O Porrino.
Slökkviliðsmaður á vettvangi lestarslyss nálægt spænska bænum O Porrino. AFP
Séð yfir slysstaðinn, skammt frá lestarstöðinni í O Porrino.
Séð yfir slysstaðinn, skammt frá lestarstöðinni í O Porrino. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert