Prinsinn ríghélt í Svíakonung

Alexander prins ríghélt í afa sinn, Karl Gústav Svíakonung, í …
Alexander prins ríghélt í afa sinn, Karl Gústav Svíakonung, í skírnarathöfninni í dag. Ljósmynd/Skjáskot af vef SVT

Al­ex­and­er Svíaprins, son­ur Karls Fil­ipp­us prins og Sofiu prins­essu, var skírður við hátíðlega athöfn í kon­ung­legu kap­ell­unni í Drottn­ing­holm í hádeginu í dag. Prins­inn, sem er fimm mánaða gam­all, var hins veg­ar nefnd­ur strax við fæðingu. Snáðinn heitir fullu nafni Al­ex­and­er Erik Hubert­us Bertil og er hann her­tog­inn af Söder­m­an­land.

Alexander prins ásamt foreldrum sínum og erki­bisk­up­num Antje Jackelén sem …
Alexander prins ásamt foreldrum sínum og erki­bisk­up­num Antje Jackelén sem ann­aðist at­höfn­ina. Ljósmynd/Kungahuset

Sofia prinsessa, móðir Alexanders, hélt á honum undir skírn. Skondin uppákoma átti sér stað í athöfninni þegar Karl Gústav Svíkonungur festi orðu á skírnarkjól Alexanders. Hann tók síðan í höndina á snáða sem neitaði að sleppa hönd afa síns, sem gantaðist með því að hrista hönd barnabarnsins hressilega. Allt kom fyrir ekki, Alexander vildi ekki sleppa afa sínum.

Það fór vel um Alexander að lokinni skírninni í konungslegu …
Það fór vel um Alexander að lokinni skírninni í konungslegu vöggunni sinni. Ljósmynd/Kungahuset

Myndband af uppákomunni má sjá í heild sinni á vef SVT með því að smella hér.

Myndarlegur hópur að lokinni athöfn. Lengst ti lhægri má sjá …
Myndarlegur hópur að lokinni athöfn. Lengst ti lhægri má sjá Viktoríu prinsessu og Óskar prins, sem er örfáum mánuðum eldri en Alexander. Ljósmynd/Kungahuset
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert