Ætla að taka geðveikan mann af lífi

Aftaka í Íran.
Aftaka í Íran. Amnesty International

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hvetja pakistönsk yfirvöld til þess að fresta aftöku fanga sem glímir við geðsjúkdóm. Samtökin segja að með þessu sé verið að brjóta gegn alþjóðlegum mannréttindalögum en það eru læknar á vegum ríkisins sem úrskurðuðu manninn geðveikan. 

Imdad Ali, sem er í kringum fimmtugt, var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt klerk árið 2002. Ali verður hengdur í fyrramálið. Sá sem fer með málefni Pakistan hjá HRW segir samtökin alltaf vera andsnúin aftökum en í máli Ali sé verið að brjóta alþjóðleg lög sem Pakistan hefur undirritað. Þar vísar hann til þess að Pakistan fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks árið 2011. 

Ali þjáist af ofsóknargeðklofa og gerir sér enga grein fyrir gjörðum sínum né heldur refsingunni sem bíður hans, samkvæmt upplýsingum frá HRW.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert