Eiga áætlun um að myrða Kim Jong Un

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, á ferð ásamt herforingjum sínum. Yfirvöld …
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, á ferð ásamt herforingjum sínum. Yfirvöld í Suður-Kóreu eru með sérsveit í viðbragðsstöðu til að ráða hann af dögunum, telji þau landinu stafi ógn af kjarnavopnavæðingu Norður-Kóreu. AFP

Yfirvöld í Suður-Kóreu eru með sérsveit í viðbragðsstöðu til að ráða Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, af dögunum, telji þau landinu stafi ógn af kjarnavopnavæðingu Norður-Kóreu. Fréttastofa CNN hefur þetta eftir varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, sem játaði því í suður-kóreska þinginu nú í vikunni hvort slík áætlun væri til.

„Já við erum með slíka áætlun, sagði ráðherrann Han Min-koo.  „Yfirvöld Suður-Kóreu eru með almenna áætlun um að nota flugskeyti sem væri beitt gegn hernaðarlega mikilvægum stöðum,  sem og að eyða leiðtoga óvinarins,“ bætti hann við.

Lengi hefur legið grunur á að slík áætlun væri til, en hreinskilin svör ráðherrans hafa þó komið mörgum á óvart.

„Forseti myndi vilja eiga slíkan möguleika,“ hefur CNN eftir  Daniel Pinkston við Troy háskólann. "... að kynna ekki slíka áætlun fyrir forseta, að æfa ekki fyrir slíkt og hafa hæfnina til þessa, það væru mistök.“

Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa aukið sýnileika hernaðaraðgerða sinna eftir að norður-kóreski herinn greindi frá því að prófanir með kjarnakljúf hefðu skilað góðum árangri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert