Breskri skólastúlku nauðgað

Wikipedia

Foreldrar í grennd við borgina Oxford í Bretlandi hafa verið varaðir við því að leyfa börnum sínum að ganga ein í skólann eftir að skólastúlka var numin á brott af fjölfarinni götu af tveimur karlmönnum sem beittu hana kynferðislegu ofbeldi.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að lögreglan hafi fundið stúlkuna um fjórum klukkustundum eftir árásina þar sem hún barði á hurðir í leit að aðstoð. Haft er eftir lögreglunni að stúlkan hafi verið í skólabúningi sínum og að tveir karlmenn á silfurgrárri bifreið hafi rænt henni snemma í morgun.

Þegar hún fannst var stúlkan stödd nokkuð frá þeim stað þar sem hún var numin á brott. Lögreglan hyggst auka viðveru sína á svæðinu. Hafa nemendur verið hvattir til þess að ferðast ekki einir á leið í og úr skóla heldur halda hópinn. 

Einungis nokkrir dagar eru síðan ráðist var á 19 ára gamla stúlku af tveimur karlmönnum skammt frá staðnum sem árásin í dag átti sér stað. Stúlkunni tókst að flýja frá mönnunum, sem voru í kringum tvítugt, eftir að þeir höfðu nauðgað henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert