Sökuð um „wasabi-hryðjuverk“

Wasabi er vinsæll bragðbætir með sushi.
Wasabi er vinsæll bragðbætir með sushi. AFP

Japönsk sushi-keðja er sökuð um að fremja „wasabi-hryðjuverk“ en talsmenn þess hafa viðurkennt að kokkar hennar hafi sett óhóflegt magn af rótarmaukinu í rétti fyrir erlenda viðskiptavini. Fyrirtækið hefur beðist afsökunar en hafnar því að hafa mismunað viðskiptavinum eftir uppruna.

Framferði fyrirtækisins Ichibazush hefur verið gagnrýnt harðlega en ekki kunnu allir að meta rótsterkt wasabi í matnum. Netverjar hafa farið mikinn og sumir þeirra jafnvel kallað gjörðir kokkanna „hatursglæp“.

Ástæðan fyrir því að meira wasabi var sett í réttina en góðu hófi gegnir er sögð sú að erlendir viðskiptavinir panti gjarnan aukaskammta af því. Viðurkenndi fyrirtækið að sumir kokkar þess hefðu sett allt að tvöfalt magn í mat viðskiptavina án þess að láta þá vita.

„Útkoman var óþægileg fyrir suma gesti sem eru ekki aðdáendur wasabi,“ sagði fyrirtækið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert