Vilja leita Bens undir nýju húsi

Ben Needham þegar hann var 21 mánaða og teikning af …
Ben Needham þegar hann var 21 mánaða og teikning af því hvernig hann gæti litið út í dag.

Lögregluteymið sem leitar Bens Needham á grísku eyjunni Kos vill fá að jafna hluta sveitabæjar á svæðinu við jörðu. Ben litli hvarf árið 1991 er hann var með fríi í fjölskyldu sinni á eyjunni. Hann var aðeins 21 mánaða gamall. 

Byggingin sem lögreglan vill fá að jafna við jörðu og rannsaka ofan í grunninn var byggð eftir að Ben hvarf. 

Mannshvarfið er nú aftur til rannsóknar hjá lögreglunni eftir að hafa verið látið niður falla fyrir mörgum árum. Er nú leitað, m.a. með því að grafa, við sveitabæinn þar sem Ben sást síðast. Afi hans var að gera upp bæinn. 

Sá sem fer fyrir rannsókninni segir í samtali við Sky-fréttastofuna að verið sé að reyna að semja við núverandi eiganda sveitarbæjarins að fá að rannsaka hvað leynist undir nýja húsinu. 

Nítján, breskir lögreglumenn taka þátt í leitinni á Kos. Um tíma var talið að Ben hefði verið rænt en nú þykir ýmislegt benda til að hann hafi látist af slysförum við bæinn og að lík hans hafi verið grafið þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert