Flugu herþotum í veg fyrir Rússa

Noregur, Bretland, Frakkland og Spánn flugu öll herþotum á móti …
Noregur, Bretland, Frakkland og Spánn flugu öll herþotum á móti rússnesku herþotunum sem flugu undir íslenska farþegaþotu í lok september sl. AFP

Fjögur Evrópuríki sendu herþotur til móts við rússnesku Blackjack-herflugvélarnar sem flugu í gegnum Evrópu til Spánar og til baka í lok síðasta mánaðar. Morgunblaðið greindi frá því að vélunum hafi verið flogið 6 til 8 þúsund fetum undir íslenskri farþegaflugvél á leið frá Keflavík til Stokkhólms.

Frétt mbl.is: Sprengjuflugvélar undir íslenskri þotu

Á vef BBC segir að Noregur, Bretland, Frakkland og Spánn hafi öll ræst út herþotur til að mæta rússnesku vélunum þegar þær nálguðust lofthelgi hvers lands. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að aldrei hafi þurft að ræsa út herþotur til að mæta herþotum annars ríkis eins sunnarlega og þegar rússnesku vélunum var flogið í gegnum Evrópu 22. september.

Á vef BBC má sjá kort af því hvernig rússnesku …
Á vef BBC má sjá kort af því hvernig rússnesku herþotunum var flogið í gegnum Evrópu í lok síðasta mánaðar. Skjáskot/BBC

Í tilkynningu frá franska varnarmálaráðuneytinu segir að Norðmenn hefðu verið fyrstir til að taka eftir rússnesku þotunum. Voru þá sendar tvær F-16 vélar til að fylgja þeim norður fyrir Skotland. Þar sendi hinn konunglegi flugher hennar hátignar Typhoon-þotu sem flaug í veg fyrir þoturnar þegar þær voru vestur af Hjaltlandi. Bretar ræstu út fleiri þotur sem voru í viðbragðsstöðu en þær flugu ekki í veg fyrir þoturnar.

Þegar rússnesku þoturnar voru vestur af Írlandi flugu Frakkar tveimur Rafale-orrustuþotum til móts við rússnesku vélarnar. Tvær Rafale-þotur til viðbótar voru ræstar út af Frökkum þegar þoturnar nálguðust norðvesturströnd landsins. Þar sendu Spánverjar tvær F-18 vélar í veg fyrir rússnesku vélarnar, eða aðeins norður af Bilbao. Þar sneru rússnesku vélarnar við og flugu aftur til Rússlands.

BBC greinir frá því að íslensk stjórnvöld hefðu kvartað til rússneskra stjórnvalda vegna þess að herþotunum hafi verið flogið undir íslenska farþegaþotu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert