Þrjú ríki sem nú þarf að horfa til

Stuðningsmenn Hillary Clinton eru margir hverjir í losti eftir framvindu …
Stuðningsmenn Hillary Clinton eru margir hverjir í losti eftir framvindu næturinnar. AFP

Staðan núna er einföld og skýr: Hillary Clinton er í vandræðum. Þetta segir í umfjöllun The Guardian um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, þar sem margt sem öruggt gat talist er nú í uppnámi.

Þau ríki sem horfa ber til núna eru Pennsylvanía (20 kjörmenn), Michigan (16) og Wisconsin (10).

Ef Clinton tapar öðru stærri ríkjanna er úti um framboð hennar. Ef hún tapar Wisconsin gæti stefnt í 269-269 jafntefli. En þá þyrfti hún að sigra í New Hampshire, en þar eru niðurstöðurnar enn óljósar.

Og jafntefli myndi líkast til þýða sigur fyrir Trump, vegna sterks meirihluta repúblikana í fulltrúadeild þingsins og áframhaldandi meirihluta í öldungadeildinni, sem útlit er nú fyrir.

Þrjú ofangreind ríki hafa fallið örugglega í hlut demókrata í síðustu sex forsetakosningum. 31 ríki til viðbótar hefur gert það sömuleiðis en ekkert þeirra hefur rofið það mynstur í dag. Þessi þrjú gætu þó reynst hliðhollari Trump, þar sem hann sækir fylgi sitt mikið til hvítra úr verkamannastétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert