Kærir dóttur vegna kynleiðréttingar

Kynhlutlaust salerni í Bandaríkjunum. Myndin er úr safni og tengist …
Kynhlutlaust salerni í Bandaríkjunum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. AFP

Kona í Minnesota í Bandaríkjunum hefur kært unglingsdóttur sína vegna þess að hún fór í kynleiðréttingarmeðferð án leyfis hennar. Hún krefst þess að dómstóllinn stöðvi frekari meðferð og hefur einnig kært lækna og lýðheilsu- og skólafulltrúa vegna málsins.

Barn konunnar er 17 ára gamalt og fæddist karlkyns. Konan segir að unglingurinn hafi fengið kynleiðréttingarmeðferð í læknastöð í ríkinu án samþykkis hennar. Þá heldur hún því fram að skólayfirvöld í St. Louis-sýslu hafi svipt hana réttindum sínum sem foreldri og neitað að afhenda henni gögn.

Á meðal skjala sem konan hefur lagt fyrir alríkisdómstólinn sem tekur málið fyrir er bréf sem dóttir hennar fékk frá lögfræðingi um sjálfræði en lögmenn konunnar segja að það jafngildi ekki réttartilskipun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert