Lögðu á ráð um brot gegn ófæddu barni

Norskur lögreglumaður. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar …
Norskur lögreglumaður. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. AFP

Lögreglan í Noregi hefur handtekið 51 mann sem tilheyrir barnaníðshring og lagt hald á fjölda mynda, myndbanda og samtala. Vísbendingar hafa fundist um gróf brot gegn börnum á öllum aldri, allt niður í ungbörn. Tveir mannanna ræddu meðal annars um brot gegn ófæddu barni annars þeirra, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK.

Allir sakborningarnir eru karlmenn og eru sagðir koma úr öllum stigum samfélagsins. Margir þeirra eru sagðir vel menntaðir og með góða tölvukunnáttu. Félagar hringsins notuðu meðal annars dulkóðun til að fela spor sín.

Lögreglufulltrúinn Janne Ringstet Heltne segir að á meðal afrita af netsamtölum sem lögreglan hefur fundið sé samtal manns sem átti ólétta kærustu við annan mann þar sem þeir lögðu á ráðin og lýstu kynferðisbrotum sem þeir ætluðu að fremja gegn ungbarninu þegar það kæmi í heiminn.

Í heildina lagði lögreglan hald á 150 terabæt gagna sem innihalda mikið magn af myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum. Málið er sagt eitt það umfangsmesta sinnar tegundar í Noregi.

Frétt NRK

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert