Farið með Castro til fundar við Guevara

Farið var með ösku Fidel Castro, hins látna leiðtoga Kúbu, á táknrænan fund við byltingarbróður hans Ernesto „Che“ Guevara í grafhýsi hans í Santa Clara á Kúbu skömmu eftir miðnætti. Gröf Guevara var fyrsta stoppið á ferðalagi með jarðneskar leifar Castros um eyjuna áður en hann verður jarðaður á sunnudag.

Kúbverjar flykktust út á göturnar til að fylgjast með líkfylgdinni og hrópuðu „Ég er Fidel“. Í líkfylgdinni er fylgt 950 km sigurför sveita Castros um eyjuna árið 1959, er þær fögnuðu sigri  á einræðisherranum Fulgencio Batista.

Duftkerið með ösku Castros hvílir í glerkassa aftan á litlum ólífugrænum pallbíl og var komið með það til fundar við Guevara í grafhýsinu skömmu eftir miðnætti. „Þetta er sögulegur fundur tveggja byltingarfélaga sem breyttu sögu Kúbu og höfðu áhrif á mannkynssöguna,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Agnier Sanches, sem var í hópi áhorfenda.

Hátíðleg athöfn með gítarspili, söng og dansi var haldin við styttu af Guevara áður en líkfylgdin hélt áfram för sinni um eyjuna. Henni líkur svo á sunnudag í borginni Santiago de Cuba, þar sem aska Castros verður jarðsett við hlið Jose Marti, sem barðist fyrir sjálfstæði Kúbu á 19. öld.

Fólk flykktist út á göturnar til að kveðja byltingarleiðtogann er …
Fólk flykktist út á göturnar til að kveðja byltingarleiðtogann er ösku hans er ekið um Kúbu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert