Segir fjölga í Ku Klux Klan

Fyrsti fjöldafundur kynþátta­hat­urs­sam­takanna í Bandaríkjunum er á laugardaginn.
Fyrsti fjöldafundur kynþátta­hat­urs­sam­takanna í Bandaríkjunum er á laugardaginn. AFP

Kynþátta­hat­urs­sam­tök­in Ku Klux Klan halda fyrsta fjöldafundinn sinn á laugardaginn eftir að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna. „Það fjölgar í samtökum okkar á hverjum degi,“ segir Gary Munker, talsmaður þeirra. 

Ku Klux Klan var stofnað árið 1866 og er samansafn af hvítum karlmönnum sem hafa beitt ofbeldi og tekið fólk af lífi án dóms og laga.  

Munker klæðist oft klæðnaði Ku Klux Klan sem er hvítur kufl með hettu og með reipi um sig miðjan. Hann fullyrðir að mikil vakning hafi verið undanfarið í bandaríska samfélaginu og hann segir að hinir hvítu riddarar séu um 700 talsins á Long Island, þar sem hann býr og segir að um 500 félagar séu í New York-ríki.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert