Börn og poppstjarna létust í slysinu

Talið er ólíklegt að hryðjuverkamenn hafi grandað farþegaflugvél sem hrapaði í Pakistan í gær. 47 voru um borð og létust þeir allir. Meðal hinna látnu eru börn og ein þekkt poppstjarna.

Flugstjóri flugvélar Pakistan International Airlines (PIA) sendi út neyðarkall og sagðist hafa misst afl á öðrum af tveimur hreyflum vélarinnar. Forstjóri flugfélagsins segir að í fyrstu hafi verið talið að hægt yrði að lenda vélinni heilu og höldnu þar sem annar hreyfillinn var í lagi. Hann segist mjög hryggur yfir slysinu og það verði rannsakað ítarlega.

Hann segir að „mjög ólíklegt“ sé að um hryðjuverk sé að ræða.

Um borð í vélinni voru 42 farþegar og fimm manna áhöfn. Var vélin á leið frá Chitral til Islamabad. Hún hrapaði í fjalllendi nálægt Abbottabad. Tvö ungbörn voru meðal farþega. Þá var pakistanska poppstjarnan Junaid Jamshed einnig um borð. Jamshed skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratugnum með þekktri popphljómsveit, Vital Signs. Hann hóf svo sólóferil en síðustu árin hefur hann samið og flutt trúartónlist.

Frétt CNN.

Hermenn og sjálfboðaliðar leita í flaki vélarinnar í fjöllunum þar …
Hermenn og sjálfboðaliðar leita í flaki vélarinnar í fjöllunum þar sem hún hrapaði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka