Hermenn særðir eftir flugslys í Síberíu

Frá Moskvu. Mynd úr safni.
Frá Moskvu. Mynd úr safni. AFP

Sextán hermenn særðust þegar flugvél með 32 farþega og sjö manna áhöfn nauðlenti í Síberíu í morgun. Þetta hafa rússneskir fjölmiðlar eftir varnarmálaráðuneyti landsins.

Flugvélin, sem er af gerðinni Ilyushin-18, nauðlenti um klukkan 4.45 að staðartíma í umdæminu Sakha í Austur-Síberíu. Allir eru sagðir hafa lifað slysið af, sextán særst alvarlega og þar af séu þrír í alvarlegu ástandi.

Farþegarnir voru liðsforingjar hersins frá Krasnoyarsk-umdæminu, hefur fréttastofan Interfax eftir neyðarmálaráðuneytinu.

Fyrirhuguð lending í Tiksi

Flugvélin átti að lenda í borginni Tiksi, um 4.300 kílómetra norðaustan við Moskvu og fyrir norðan heimskautsbauginn. Fannst hún í 30 kílómetra fjarlægð frá flugvellinum um klukkan átta í morgun að staðartíma.

Orsök slyssins er sögð vera sterkir hliðarvindar með hviðum, samkvæmt bráðabirgðarannsókn yfirvalda.

Þá segist varnarmálaráðuneytið hafa sent sérútbúna flugvél til að flytja á brott þá sem hægt er að flytja á sjúkrahús í Moskvu og St. Pétursborg.

Frétt mbl.is: Flugslys í Síberíu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert