Rússar ætla að leita hefnda

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Rússnesk stjórnvöld hafa heitið „viðeigandi hefndaraðgerðum“ vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að vísa 35 rússneskum leyniþjónustumönnum úr landi, auk fleiri refsiaðgerða.  

Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Rússlands, sagði Bandaríkin vilja „eyðileggja samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, sem hafa þegar verið í  lágmarki“.

Hann bætti við að Rússar muni bregðast við á viðeigandi hátt.

Frétt mbl.is: Ráku 35 Rússa úr landi

„Við vísum algjörlega á bug þeim ásökunum og fullyrðingum sem hafa verið hafðar uppi um Rússland,“ sagði Peskov.

Leonid Slutsky, formaður alþjóðanefndar í neðri deild rússneska þingsins, Dúmunni, hafði þetta að segja: „Refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn Rússum og brottvísun 35 erindreka úr landi á næstu 72 klukkustundum ber vott um algjört ofsóknarbrjálæði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert