Átta handteknir vegna árásar

AFP

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið átta manns í tengslum við fjöldamorð í næturklúbbi í Istanbúl á nýársnótt. 39 manns létust í árásinni.

Vígasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en hún var gerð af einum manni. Á sjö mínútum skaut hann 180 skotum á mannfjöldann inni á næturklúbbnum Reini og forðaði sér síðan. Ekki er talið að hann sé meðal þeirra sem voru handteknir í dag af tyrknesku hryðjuverkalögreglunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert