Háttsettir vitna gegn Rússum

James Clapper, yfirmaður National Intelligence Agency, ber Rússa þungum sökum.
James Clapper, yfirmaður National Intelligence Agency, ber Rússa þungum sökum. AFP

Háttsettir yfirmenn í bandarísku stjórnsýslunni gefa vitnisburð í dag um meinta íhlutun Rússa í forsetakosningunum sem fóru fram síðasta nóvember en verðandi forseti Bandaríkjanna Donald Trump hefur dregið ásakanirnar í efa.

James Clapper, yfirmaður stofnunarinnar National Intelligence Agency og Michael Rogers, formaður þjóðaröryggisstofnunarinnar, sitja fyrir svörum frammi fyrir hermálanefnd öldungadeildarinnar en fyrrum forsetaframbjóðandinn John McCain leiðir yfirheyrsluna. McCain hefur áður kallað meinta íhlutun Rússa „stríðsyfirlýsingu“ af þeirra hálfu.

Frétt mbl.is: Trump tekur undir með Assange

Trump hef­ur lýst sig sam­mála efa­semd­um Ju­li­ans Assange, stofn­anda upp­ljóstr­un­ar­síðunn­ar Wiki­leaks, um að yf­ir­lýs­ing­ar banda­rískra leyniþjón­usta um að rúss­nesk stjórn­völd hafi reynt að hafa áhrif á for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um séu á rök­um reist­ar. 

Í vikunni hæddist hann á Twitter að niðurstöðum bandarísku leyniþjónustunnar um að rússneskir tölvuþrjótar hafi staðið á bak við upplýsingastuld hjá Demókrataflokknum og lekið til Wikileaks til að grafa undan forsetaframboði Hillary Clinton. 

Háðsglósur Trumps hafa sett þrýsting á stjórnvöld að renna stoðum undir kenningarnar en Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur beint spjótunum að yfirvöldum í Moskvu og ákvað rétt fyrir áramót að vísa 35 rúss­nesk­um leyniþjón­ustu­mönn­um frá Banda­ríkj­un­um til að refsa rúss­nesk­um stjórn­völd­um. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert