Háar fjárhæðir í förðun forsetans

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, eyddi 26 þúsund evrum í förðun á fyrstu þremur mánuðunum í embætti forseta. Það svarar til 3,3 milljóna króna. Á sama tíma dregur úr vinsældum forsetans.

Telegraph vísar í frétt Le Point, en þar er haft eftir persónulegum förðunarmeistara forsetans að um tvo reikninga sé að ræða. Annar sé upp á 10 þúsund evrur en hinn 16 þúsund evrur.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Frakklandsforseta var um bráðatilvik að ræða og að mun minna yrði eytt í förðun í framtíðinni.

Fyrrverandi forseti Frakklands, Francois Hollande.
Fyrrverandi forseti Frakklands, Francois Hollande. AFP

Þetta er mun hærri fjárhæð en Hollande, forveri hans í embætti, greiddi sínum persónulega förðunarmeistara, en reikningurinn hljóðaði upp á sex þúsund evrur hjá honum. Aftur á móti var heildarfjárhæðin sem var eytt var í förðun forsetans á fyrstu þremur mánuðum í embætti hærri hjá Hollande, eða 30 þúsund evrur.

Fyrrverandi forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy.
Fyrrverandi forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy. AFP

Telegraph vísar í Vanity Fair varðandi förðunarkostnað Nicolas Sarkozy, sem var forseti á undan Hollande, en þar kemur fram að Sarkozy hafi eytt átta þúsund evrum, einni milljón króna, á mánuði í förðun þegar hann gegndi embætti forseta.

Allt bliknar þetta í samanburði við fjárhæðirnar sem Hollande greiddi rakaranum sínum, sem fékk greiddar 99 þúsund evrur frá skrifstofu forsetans á ári í laun, 12,6 milljónir króna, að því er segir í frétt Telegraph.

Vakti fjárhæðin athygli á sínum tíma og göntuðust gárungarnir með „Hársápusósíalisma“. Eitt af því sem Hollande boðaði þegar hann sóttist eftir embætti forseta var að hann yrði venjulegur forseti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Vestfirska forlagið
Vestfirðingar til sjós og lands Gaman og alvara að vestan. Meðal efnis: Síðasti ...
Vestfirðingar til sjós og lands
Gaman og alvara að vestan. Meðal efnis: Síðasti kolakranastjórinn var Vestfirði...
Kaupum brotagull og -silfur
Kaupum eðalmálma til endurvinnslu hér heima. Kíkið á heimasíðu okkar þar sem FAS...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Land til sölu
Til leigu
Land til sölu Til sölu eða leigu 4,6 h...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...